Mansal

Málið er rannsakað sem mansalsmál en ekki talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Til hamingju RÚV. Ykkur hefur tekist að ganga lengra en Stígamót í því að svipta orðið mansal merkingu sinni.

Mansal er í dag notað um öll viðskipti með fólk svo ef þetta er rannsakað sem mansalsmál þá er annaðhvort grunur um barnsrán eða að þau hafi keypt barnið. Það að fram komi að ekki leiki grunur á „misnotkun“ vekur hinsvegar spurningu um það hvort þau hafi borgað staðgöngumóður fyrir þjónustu. Ef svo er þá er það ekki mansal og óþolandi að þessu tvennu skuli vera ruglað saman. Í því tilviki væru þau hinsvegar líffræðilega skyld barninu. Það er útilokað að ráða af fréttinni hvað þetta snýst um en að tala um mansal sem eitthvað sem ekki er misnotkun, það er krossvangefið.

Eru ekki allir glaðir núna?

gillz

Þegar ríkissaksóknari úrskurðaði að nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni skyldi vísað frá, með þeim rökum að framburður kæranda samræmdist ekki öðrum gögnum málsins, sá ég marga netverja hneykslast. Niðurstaðan þótti ömurleg og sumir tefldu henni fram sem sönnun fyrir því að réttarkerfið væri karllægt. Halda áfram að lesa

Af feminiskri stjarnfræði

accusation

Svör Elfu Jónsdóttur við síðasta pistli mínum (svörin sjást í umræðuþræði við færsluna) eru athyglisvert dæmi bæði um þann hugsunarhátt og þá aðferðafræði sem einkennir íslenska dólgafeminista. Elfa telur allt í lagi að slaka á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum, vegna þess að líkurnar á því að maður sé dæmdur að ósekju séu „stjarnfræðilega“ litlar. Halda áfram að lesa

Brást réttarkerfið?

images (2)Í umræðum um mál Egils Einarssonar sér maður auk spekúleringa um að rök ríkissaksóknara séu hugarburður Egils, fullyrðingar um að réttarkerfið hafi brugðist, að það sé svo erfitt fyrir þolendur að ganga í gegnum kæruferli að það sé útilokað annað en að Egill og Guðríður séu raunverulega sek um nauðgun. Halda áfram að lesa

Við vitum ekkert hvað ríkissaksóknari sagði raunverulega

download (9)

Umræðan um mál Egils Einarssonar hefur verið áhugaverð, m.a. fyrir þær sakir að hún afhjúpar í senn kröfuna um öfuga sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum, langrækni, heift og hefnigirni og mikinn vilja til þess að ætla nafntoguðu fólki allan þann skíthælshátt sem hugsast getur. Halda áfram að lesa