Kisur og rjómarönd

Komst að því í dag hversvegna er skynsamlegt að loka kettina frammi í þvottahúsi á meðan maður býr til rjómarönd. Ég hefði sko þurft að gera það áður en ég byrjaði að þeyta rjómann. Um leið og ég náði annarri til að henda henni fram, var hin komin upp á borð. Samvinnuóþekkt semsagt. Halda áfram að lesa

Norna

Ég á kisu sem telur líklegt að panódil sé hið mesta hnossgæti, en var stöðvuð áður en henni tókst að smakka. Hún er ekkert skárri en ungbarn, er algengt að ungir kettir smakki á hreinlega öllu? Halda áfram að lesa

Ekkert bloggnæmt

Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.

Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa

Krútt

Þegar naggrísamamman dó, datt elskulegri systur minni í hug að kannski mætti bjarga krílunum með því að leggja þá á spena kisumömmu í staðinn. Ég var afskaplega efins þótt kisa léti sér bara vel líka, og ég átti satt að segja alveg eins von á að þeir yrðu veikir. Sá minnsti dó á öðrum degi en hinir tveir hafa þrifist vel. Halda áfram að lesa