Félagi minn sendi mér tengil á könnun sem vinkona hans er að gera í tengslum við rannsókn á hjátrú varðandi meðgöngu og fæðingu. Efnið er afskaplega áhugavert og ég hvet alla sem sjá þetta til að leggja sitt af mörkum með því að svara spurningalistanum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Í frjálsu falli
Búúú!
Sumt fólk er ekki eins blint á sjálft sig og maður heldur.
-Ég fæ bara kikk út úr því þegar mér er trúað fyrir leyndarmálum, sagði Drengurinn sem fyllir æðar mínar af endrorfíni.
-Spurning um að virða þessa fínu línu milli þess að vera traustvekjandi og að leika sér að tilfinningum annarra, sagði ég.
-Fyrirgefðu. Planið var ekki að gera búúúúú sagði hann. Það er sjúkt og rangt og ég skal ekki gera það aftur.
Málið er dautt.
Sigga Lára skrifaði athyglisverðan pistil
Sigga Lára skrifaði athyglisverðan pistil um vanda þess að búa í menningarsamfélagi þar sem má helst ekki skrópa. Hef ekki átt við þetta vandamál að stríða sjálf en get vel ímyndað mér að það taki á samviskuna að eiga vini í hverju einasta félagi.
Annars finnst mér það erfiðasta við að búa í litlu samfélagi vera takmarkað framboð á félagsskap. Þegar ég bjó fyrir austan voru einu karmennirnir á lausu Aðalbjörn og 3 rónar. Aðalbjörn vildi mig ekki og ég er svo lélegt partídýr að ég hitti aldrei rónana. Nema einu sinni en það er önnur saga.
Svo flutti ég suður og komst að raun um að blómi og rjómi þjóðarinnar er heldur ekki hér. Kannski er hann á Trékyllisvík.
Þessi hárfína lína
Egóbústið sem þú finnur fyrir þegar fólk treystir þér fyrir sál sinni er þér nauðsynlegt, ég veit það, við erum öll svona að einhverju leyti. En þú gengur of langt. Það er hættulegur leikur að vinna hjarta mannveru sem þú ætlar ekki að skuldbindast og ef þú horfist ekki í augu við þá staðreynd að þú ert að leika þér að eldi, þá muntu skilja eftir þig sviðna jörð hvar sem þú ferð. Daður þitt við hárfínu línuna milli tilfinningalegrar skynjunar og erótískrar mun fyrr eða síðar koma þér sjálfum í vandræði að maður tali nú ekki um skaðann sem þú getur valdið á tilfinningalífi annarra. Halda áfram að lesa
Sjónarhorn
Torfi áttar sig ekki alveg á því hvers vegna ég treysti sálfræðingi betur en honum sjálfum til þess að meta tilfinningalegt ástand mitt og möguleika á því að auka lífsgæði mín með viðtalsmeðferð. Halda áfram að lesa
Kannski
-Mér helst ekki á karlmanni og veit ekki hvers vegna. Geturðu kennt mér að laga það? spurði ég dimmum rómi og horfði hvasseyg á Sáluna.
-Já. sagði hún, jafn blátt áfram og ef ég hefði spurt hvort hún kynni að sjóða ýsu. Halda áfram að lesa
Ergó
Tvennt er það sem greinir manninn frá öðrum skepnum jarðarinnar. Hið fyrra er fullkomnunaráráttan; þessi undarlega hneigð mannsins til að vera aldrei sáttur við aðstæður sínar mjög lengi. Þurfa stöðugt að bæta og breyta, stundum bara breytinganna vegna, vilja alltaf upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi, finnast meira aldrei nóg. Þetta er í senn jákvæð hneigð og neikvæð. Hún er hvati allra framfara, rót alls sem við getum kallað menningu en einnig orsök streitu, óánægju, öfundsýki og illdeilna. Halda áfram að lesa