https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10151240168732963
Greinasafn fyrir merki: hvunndags
Kartöflur í staðinn fyrir rjóma
Ég þyngdist um 3 kg á 4 vikum. Ég þurfti ekkert að hafa fyrir því. Bara að standa á beit allan daginn og ekki í gulrótum og gúrkum heldur konfekti og kökum. Harðfiskur með smjöri sem kvöldsnakk. Brauð með súpunni, eftirréttir með rjóma. Kjöt og sósur á hverjum degi. Ef ekki heil kjötmáltíð þá allavega flatkökur og hangikjöt. Halda áfram að lesa
Míns eigins 2012
Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.
Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa
Jólakveðja
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10151197214077963&set=a.10154636544797963.1073741858.603012962&type=3&theater
Ekkert stress
Ætla hvorki að baka smákökur né senda jólakort. Einar búinn að jóla heimilið (og er hvað það varðar sami minimalistinn og ég) jólakjóllinn hreinn og ég er búin að pakka inn jólagjöfum. Af hverju í fjandanum hef ég áhyggjur af því að ég komist ekki yfir það að kaupa serviettur og eldspýtur á morgun?
Maður rökræðir ekki við trúaða
Það er mjög þægilegt að eiga maka sem stendur ekki í því að rökræða við trúaða. Sú kona sem býr við þann lúxus kemst upp með nánast hvaða sérvisku sem er bara með því að gefa henni trúarlegt yfirbragð. Halda áfram að lesa
Baukablæti
-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa