Engar fréttir

Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað gerðist hann 24. febrúar en ég veit bara ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn. Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna. Halda áfram að lesa

Fréttir af Mouhamed Lo – frá Hauki Hilmarssyni

Það nýjasta sem er að frétta af máli Mohammeds Lo:

Í desember fór Mohammed fram á að honum yrði skipaður tiltekinn lögmaður sem hefur mikinn áhuga á máli hans. Þegar sá fór fram á að fá gögnin afhent, var honum tjáð að þar sem Mohammed hefði þegar verið skipaður annar lögmaður, væri það ekki í boði. Halda áfram að lesa

Ræðan hans Hauks

Fjölmenning sem gengur aðeins út á það að kynna dansa frá Balí eða tailenskan mat mun aldrei taka á hinum raunveulegu vandamálum sem fylgja kynþáttahyggju.

Haukur fékk ekki að halda ræðu, nefndin vildi bara ‘skemmtiatriði’. Hann sá við því með því að syngja ræðuna. Halda áfram að lesa