-Ég er ekki vond við þá sem mér þykir vænt um. Ekki viljandi allavega. En ég er vond við þá sem eru mér ekkert meira en bólfélagar, sagði ég.
-Af hverju?
-Af því að til þess eru þeir, sagði ég. Ég refsa þeim fyrir að vera karlmenn af því að þannig eru slík sambönd, bara tvær einmana manneskjur sem fá útrás fyrir þjáningu sína með því að kvelja hvor aðra.
-Þú mátt ekki vera vond við mig. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gólanhæðir
Veit ekki alveg hvert stefnir
Eva: Úff, fjandinn sjálfur, hvað á ég eiginlega að elda?
Birta: Lasanja auðvitað.
Eva: Af hverju er það svona auðvitað?
Birta: Það er gott, einfalt, getur ekki mistekist, þarf ekki að standa yfir því.
Eva: Já en er það ekki að verða dálítið klisjukennt? Ég meina við eldum alltaf lasanja þegar einhver kemur í mat í fyrsta sinn.
Birta: Hann veit það ekki.
Eva: Nei en samt… Halda áfram að lesa
Hugleiðing um mannleg listaverk
-Ég ætla nú ekkert á neitt flug strax, sagði ég. Enda veit ég svosem ekki hvort er nokkurt vit í að vera að hitta hann. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að eftir viku verði ég búin að átta mig á því að hann sé algjör rugludallur sem ekkert er hægt að stóla á. Eða hann búinn að missa áhugann á mér, sem er reyndar líklegra. Við höfum sést heima hjá þér áður og honum líkaði ekki einu sinni vel við mig, hann sagði mér það sjálfur. Halda áfram að lesa
Poppkorn
Er ég skotin í honum? Hvernig spyrðu? Geturðu nefnt mér eina ástæðu fyrir því að vera ekki skotin í honum? Ekki svo að skilja að ég sé á leið með að leggjast í einhverja geðbilun yfir því, ég verð léttskotin í öllum sem eru ekki annaðhvort á föstu eða beinlínis ógeðfelldir nema hvort tveggja sé. Halda áfram að lesa
Evaevaeva
Þegar spörfuglinn semur lag, án þess að hafa ákveðið kvæði í huga, spinnur hann texta við það á staðnum. Ekki innihaldsríkan og vel ortan texta, heldur bara einhver orð til að festa laglínuna í minni og svo hann geti sungið hana með blæbrigðaríkara tungutaki en lallara og tammtaramm. Halda áfram að lesa
Spörfugl
Til er fólk sem samkvæmt öllum lögmálum ætti að vera krónískir geðsjúklingar, haldnir einkennilegu samkrulli af siðblindu, ofsóknaræði, þráhyggju, þunglyndi og veruleikafirringu, en reynist samt vera mun heilbrigðara en meðalmaðurinn. Það er áreiðanlega ekki algengt en ég er samt svo heppin að hafa kynnst nokkrum slíkum. Það er ómetanlegt. Halda áfram að lesa
Inn að kviku
Ég ólst upp við stöðuga flutninga og er rótlaus eftir því. Ég hef ekki haldið sambandi við neina bernskuvini og ekki kynntist í raun engum í Flensborgarskóla. Var bara með kærastanum og vingaðist jú við vini hans. Ég var um tvítugt þegar ég hitti Kela fyrst en kynntist honum ekki almennilega fyrr en árið 1991. Við urðum perluvinir og hann er sá vina minna sem ég hef þekkt lengst. Lengst af höfum við búið í sitthvorum landshlutanum en nú búum við bæði í Reykjavík og höfum hist nokkuð oft síðasta árið. Halda áfram að lesa