Tilbrigði við Janosh

Einhver fegursta saga sem ég þekki er sagan af því þegar litla tígrisdýrið og litli björninn voru á ferðalagi í gegnum skóginn til að leita að fjársjóði. Þegar litla tígrisdýrið varð þreytt, tók litli björninn það á bakið og bar það, alveg þar til hann var orðinn svo þreyttur að hann komst ekki lengra. Þá tók litla tígisdýrið vin sinn á bakið og bar hann þar til það til það var aftur orðið uppgefið. Þannig héldu vinirnir áfram í gegnum skóginn, báru hvor annan til skiptis, þar til takmarkinu var náð. Halda áfram að lesa

Ég ætti að vera áhyggjufull

Ég ætti að vera áhyggjufull.

Ég stefni hraðbyri í gjaldþrot og jafnvel þótt ég fái vinnu strax í dag, bjargar það ekki desembermánuði. Býst við að það sé fyrst og fremst veruleikaflótti en mér líður bara svo vel og ég tími ekki að eyðileggja það með því að hugsa um ógreidda reikninga og uppurinn yfirdrátt. Halda áfram að lesa

Dósentinn veikur

Dósentinn minn dáði og dýrkaði liggur fyrir dauðanum og sagt er að honum hafi hrakað. Ég ætti að fara og kveðja hann en finnst einhvernveginn óviðeigandi að banka upp á hjá einhverjum sem ég hef ekki séð í 10 ár, í þeim tilgangi að kveðja. Það væri eins og yfirlýsing um að hann ætti enga lífsvon.

Samt ætti ég að fara til hans. áður en það verður of seint.

Ekki eitt verkefni

Birta: Ekki eitt verkefni inn á borð síðustu tvær vikur. Heitir það ekki atvinnuleysi?
Eva: Ég er ekki þessi týpa sem gengur atvinnulaus.
Birta: Við erum nú samt atvinnulausar góða mín.
Eva: Það hljóta að koma verkefni.
Birta: Það veit ég ekkert um en hitt veit ég að það koma jól.
Eva: Þetta reddast.
Birta: Hvernig?
Eva: Ég veit það ekki ennþá. Halda áfram að lesa