Myndgerður litla hefur átt dálítið bágt undanfarið. Kisurnar hennar urðu eftir fyrir austan þegar þær Spúnkhildur fluttu í bæinn og fyrstu vikuna í nýjum skóla fékk hún lús og það varð henni áfall. Mamma hennar ánetjaðist Örykjanum og ég held að Myndgerði finnist það ekkert skemmtilegra en mér. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gólanhæðir
Sápuópera
Faðir Spúnkhildar deyr og á vissan hátt er það léttir. Þetta skammvinna dauðastríð var víst nógu erfitt fyrir fjölskylduna hans. Halda áfram að lesa
Nágrannasápa
Þá erum við búnar að koma okkur fyrir og skila lyklunum að gömlu íbúðinni og enn er langt í mánaðamót. Eins og bróðir minn Mafían segir; góðir hlutir gerast hægt en frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli. Halda áfram að lesa
Daglegt líf
Þá erum við búnar að koma okkur fyrir og skila lyklunum að gömlu íbúðinni og enn er langt í mánaðamót. Eins og bróðir minn Mafían segir; góðir hlutir gerast hægt en frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli. Halda áfram að lesa
Willy Wondernail
Ég kynntist Haffa laust eftir áramótin. Tók leigubíl og hann var við stýrið. Venjulega fara skrafhreifnir leigubílstjórnar í taugarnar á mér. Bilstjórar eru þjónar. Hlutverk þeirra er að koma mér á milli staða en ekki að hafa ofan af fyrir mér. Þeim kemur ekkert við hvað ég geri eða hvort ég var á djamminu. Halda áfram að lesa
Nýtt heimili
„Ég fann hús“ sagði Spúnkhildur. „Að vísu uppi í Gólanhæðum en við erum að tala um tvíbýli en ekki blokk, nógu mörg herbergi fyrir allt liðið og meira að segja garð. Reyndar garð með heitum potti og veröndin er undir svölum efri hæðarinnar svo það hlýtur að vera sæmilega skýlt þar. Og hún er laus Eva, við getum flutt inn í kvöld ef við kærum okkur um.“ Halda áfram að lesa