Rúnt

Skáldjöfurinn vinur minn er kominn í bæinn.

Fólk utan af landi gerir sér oft litla grein fyrir vegalengdum á höfuðborgarsvæðinu og heimsókn utan af landi getur kostað mann æði marga klukkutíma á akstri. Maður sækir einhvern á flugvöllinn, viðkomandi er á leiðinni upp í Grafarvog en biður mann aðeins og koma við í Hafnarfirði í leiðinni. Hann þarf nefnilega endilega að koma til skila sokknum sem Bjarni frændi hans gleymdi hjá ömmu Ingunni síðast þegar hann var fyrir vestan. Halda áfram að lesa

Skepnur

Nú þegar sonur minn Pysjan er farinn í sveitina, sonur minn Byltingamaðurinn í skógræktina og Öryrkinn austur að Kárahnjúkum til að mylja undir kapítalið, hefði maður kannski haldið að yrði sæmilega rólegt í húsinu. Ekki fer neitt fyrir Myndgerði litlu fremur en fyrri daginn og spúsa mín sefur fram til fjögur á daginn. En hver hefur sinn djöful að draga og í mínu tilviki eru þeir margir skrattakollarnir sem ég sit uppi með eftir mína mörgu og innihaldsríku samninga við Djöfulinn. Sem hann svíkur svo bara. Halda áfram að lesa

Kynlegar konur

Jæja. Þá er ég búin að taka fyrstu vaktina á Kynlegum konum. Það sem kemur mér mest á óvart er að ég er ekki elst. Það eru fleiri en ég sem viðurkenna að hafa logið til um aldur þegar þær sóttu um. Yana er tveimur árum eldri en ég og það var hún sem setti mig inn í starfið. Hún er búin að vera súludansari á Íslandi í tvö ár og bjó hér í nokkur ár á níunda áratugnum. Halda áfram að lesa

Laugardagsmorgunn

Blóð mitt hrópar á súkkulaði og kaffi.

Nýkomin heim frá Haffa. Velsofin samt. Snertiþörfin helltist yfir mig í gærkvöldi af óstjórnlegum krafti. Bætti ekki úr skák að ég drakk tvö rauðvínsglös svo ég var  óökufær. Mundi eftir tveimur vinum sem ekki eiga kerlingar en annar var að vinna og hinn í útlöndum. Haffi hafði ekki svarað sms eða símtölum frá mér vikum saman svo ég var alveg búin að gefa hann upp á bátinn. En svo hringdi hann sjálfur og
bað mig að koma. Halda áfram að lesa