Ilmur

Ég heimsótti félaga minn í gærkvöldi því hann þurfti að kynna mér smá verkefni sem hann vill fá mig til að vinna með sér. Það var kalt inni hjá honum svo hann lánaði mér peysu. Það var strákalykt af henni og mig langaði að grúfa andlitið niður í hana og andvarpa. En svoleiðis gerir maður ekki fyrir framan annað fólk. Allavega ekki fyrir framan eiganda peysunnar. Allavega ekki ef hann á konu. Eða unnustu eins og hann kallar hana. Halda áfram að lesa

Bréf til Gvuðs

Góðan daginn Gvuð minn góður og vonandi svafstu betur en ég í nótt.

Þetta eru góðir dagar Drottinn minn dýri. Að vísu vantar nokkuð upp á að ég eigi fyrir útgjöldum mánaðarins, hver bókaútgefandinn á fætur öðrum segir mér að fara í rass og rófu, af hinnu ágætustu kurteisi þó og fyrrum ástmögur minn heldur ennþá að vinsamleg ábending mín til hans um að fara í rass og rófu hafi í raun verið dulvituð ósk um athafnir af sódómskum toga. Samt er ég sæl. Halda áfram að lesa

Bæn dagsins

Komdu nú sæll Guð minn góður og takk fyrir síðast.

Fyrst ég rakst á þig svona af tilviljun ætla ég að nota tækifærið til að koma smá erindi á framfæri. Heldurðu að þú sjáir þér ekki fært, svona í ljósi almættis þíns, að útvega mér nóga peninga til að breyta því sem ég vil ekki sætta mig við, kjark til að finna nýjar leiðir til að eignast ennþá meiri peninga og vit til að halda kjafti yfir því hvaðan allir þessir peningar koma?

Burðarjálkabálkur

Mínir blíðlyndu burðarjálkar, Sjarmaknippið hið eldra og Týndi hlekkurinn, eru í kaupstaðarferð. Þeir ætluðu að gista í nótt en létu svo ekkert sjá sig, sjálfsagt endað á fylliríi og kvennafari og er það vel. Vonir standa til að fóstursonur minn löggæsluhetjan flytji inn til mín um áramótin og vænti ég þess að ég sjái þá hina jálkana tvo og helst fríða sveit áhangenda mun oftar en síðustu árin. Halda áfram að lesa

Tíkarskrafl

Blíða reynist vera ágætur skraflfélagi. Í kvöld spiluðum við tíkarskrafl. Það er spilað á sama hátt og venjulegt skrafl að öðru leyti en því að ef maður (kona) getur búið til orð sem er sannarlega lýsandi fyrir skítlegt eðli síns fyrrum ektamaka, þá fær hún 10 tíkarstig fyrir það. Þetta er hentugt að því leyti að með þessu móti öðlast orð eins og asni og auli, viðunandi verðgildi. Halda áfram að lesa

Ó það er svo þroskandi að eiga fyrrverandi maka

Ég efast um að nokkur manneskja hafi gert mér jafn mikið gott og elskulegur barnsfaðir minn. Í hvert sinn sem ég er orðin svo örvæntingarfull af karlmannsleysi að ég að því komin að kasta mér í fangið á næsta rugludalli sem birtist, kemur eitthvað upp á sem minnir mig svo rækilega á það hvers vegna ég skildi við hann að allir sambúðarórar mínir hjaðna eins og froða á flóaðri mjólk. Halda áfram að lesa