Skömmu eftir áramót kastaði ég galdri á dusilmenni nokkurt sem var á góðri leið með að drepa vinkonu mína úr leiðindum. Af einhverri illskiljanlegri ástæðu hélt vinkona mín að maðurinn væri ekki eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: galdur
Særingar
Í gær fór ég til læknis sem tjáði mér að þar sem ég væri haldin ógeðspestinni virus diabolus (sem útleggst á íslensku „djöfulleg veirusýking“ eða „víruð djöflapest“) væri ekkert hægt að gera í málinu nema gúlla í mig íbúfeni og parkódíni, halda mig undir sæng fram að helgi, jafnvel framyfir helgi ef parkófenið dygði ekki til og láta „einhvern“ stjana við mig. Ég skyldi svo hafa samband á mánudaginn ef ég yrði ekkert skárri. Mæess, einhvern, þekkið þið „einhvern“ sem hefur ekki nóg að gera við að vinna fyrir jólavísunni og stjana við sitt eigið slekti? Halda áfram að lesa