Galdur við Stjórnarráðið í dag
Formáli
Undir fyrsta október
eins og flestum kunnugt er
eftir heit um auð og stolt,
öllu var á botninn hvolft. Halda áfram að lesa
Galdur við Stjórnarráðið í dag
Formáli
Undir fyrsta október
eins og flestum kunnugt er
eftir heit um auð og stolt,
öllu var á botninn hvolft. Halda áfram að lesa
Þann 9. nóvember í fyrra gól ég seið gegn stóriðjustefnunni á Austurvelli. Vinnubrögðum alþingis var reist níðstöng, enda er hlutverk þingsins sem útverði lýðræðisins löngu orðið hlálegt. Ég særði vættir landsins til aðgerða og skoraði á þær: Halda áfram að lesa
… og mér finnst svo sárt að horfa upp á það núna, hve margir sem mér þykir vænt um halda að jákvætt hugarfar eigi eitthvað skylt við óraunhæfa dagdrauma.
Enn og aftur, það er ekki hægt að síkríta nýjan heim, nýtt líf eða nýja stöðu á bankareikningnum. Það er hinsvegar hægt að finna bestu leiðina til að takast á við stöðuna eins og hún er. Og þegar maður gerir það, þá og þá fyrst fara undursamlegir hlutir að gerast.
Í alvöru talað elskan mín, galdur og sjónhverfingar eiga ekkert sameiginlegt, annað en að koma okkur á óvart.
Einu sinni kenndi ég dreng sem var bæði skarpur og skemmtilegur. Hann hafði óvenjulegar skoðanir og kom oft með frumleg sjónarhorn inn í umræðuna. Eins og títt er um málglatt fólk átti hann til að fara með fleipur en honum gramdist mjög að þurfa að viðurkenna að hann gæti haft rangt fyrir sér. Halda áfram að lesa
Auðvitað ertu trúuð. Allir hafa einhverja trú og mér er nokk sama hvort það er trú á Gvuð eða rúnir, það er trú samt, sagði hann og þetta er hvorki í fyrsta sinn né það hundraðasta sem ég heyri þessa kenningu. Halda áfram að lesa
Einkennilegt hvað það kemur mér í mikið uppnám að rekast á stafsetningarvillur á blogginu mínu. Þetta eru einhver ómerkilegustu mistök sem hægt er að gera sig sekan um og gerist svosem ekki oft en ég verð trítilóð út í sjálfa mig, jafnvel reiðari en þegar ég fæ stöðumælasekt. Halda áfram að lesa