Undarleg frétt

Ég skil ekki þessa frétt og þá á ég ekki við þessa augljósu villu ‘bannað honum að hætta’. Það sem ég skil ekki er hvernig hann sparar á því að taka málin í sínar hendur í stað þess að láta lögguna um það. Varla hafa þjófar sem hafa verið staðnir að verki hingað til fengið að halda ránsfengnum?

Er Ómar í hættu?

Mér finnst sorglegt þegar áhugaverðir pistlahöfundar sem hafa hugrekki til að varpa fram óvenjulegum hugmyndum og spyrja óþægilegra spurninga, verða svo oft fyrir persónulegum árásum og skítkasti að þeir neyðast til að loka á möguleikann á að senda inn athugasemdir til að komast hjá því að taka 4 vinnudaga í viku í að verja sig.

Halda áfram að lesa

Að kunna að skammast sín

Ég var að hlusta á þetta viðtal fyrst núna. Ég hef aldrei verið sérlega hrifin af þeirri öfgafrjálshyggju sem Hannes Hólmsteinn hefur boðað en ég dáist virkilega að viðbrögðum hans við þessu heimildamáli. Það er svolítið vanmetinn hæfileiki að kunna að skammast sín. Mér finnst Hannes sýna þann hæfileika og virði hann meira fyrir vikið.

Þaulsetin

Nokkrar spurningar sem vakna við lestur þessarar fréttar.

-Var klósettið þá ekkert þrifið í tvö ár?
-Af hverju datt hún ekki af klósettinu þegar hún sofnaði?
-Hvar kúkaði kærastinn?
-Ef klósettsetur ná að gróa inn í hold fólks á tveimur árum, hvernig stendur þá á því að maður heyrir aldrei fréttir af inngrónum giftingarhringjum, eyrnalokkum, úrum og öðru skarti sem fólk gengur oft með áratugum saman?
-Spurði fólk sem kom í heimsókn aldrei óþægilegra spurninga?
-Fór kærastinn aldrei að heiman yfir helgi eða hver fóðraði hana þá á meðan?
-Hvaða afsökun gaf hún fjölskyldu og vinum fyrir að hitta engan svona lengi?
-Hvernig fór jólahald fram á heimilinu?

Dööö!

Af hverju er það stórfrétt að hlutfallslega færri Pólverjar en Íslendingar hafi fengið á sig kærur en hinsvegar ekki minnst orði á að Litháar og Bretar séu samkvæmt þessari könnun mun meiri glæpahundar en landinn? Hverjir frömdu alvarlegu glæpina og skiptir það í raun einhverju máli? Hvaða kjána dettur í hug að fjöldi ákærðra í svona litlu samfélagi segi eitthvað um glæpahneigð eftir þjóðerni? Halda menn t.d. að Bretar séu líklegri til að fremja morð en Íslendingar eða gæti þetta háa hlutfall glæpabreta kannski staðið í einhverju sambandi við þá staðreynd að langflestir þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum umhverfissinna í sumar (og voru sumir hverjir kærðir fyrir það eitt að dansa á Snorrabrautinni) voru Bretar?

Ég hef enga trú á því að Pólverjar séu löghlýðnari en Bretar en kannski halda þeir sem tóku að sér að setja fram og túlka niðurstöður þessarar einkar óvísindalegu rannsóknar að þeir séu að gera Pólverjum einhvern sérstakan greiða. Sennilega standa líkurnar á því að fólk brjóti af sér bara ekki í neinu sambandi við þjóðerni.

Harmaklám

Ég verð að játa að ég skil ekki alveg þessar fréttir .

Ekkert hefur komið fram um að þessu fólki hafi verið synjað um áfengismeðferð eða það beitt órétti á nokkurn hátt. Er það fréttnæmt að til sé fólk sem vill frekar liggja úti en að þiggja aðstoð til að hætta að drekka? Eða eru skilaboðin þau að þörf sé á hjónaathvarfi fyrir ógæfufólk? Ég er ekki gersneydd eymingjasamúð en mér finnst nú samt að við ættum fyrst að sjá til þess að hjón á elliheimilum fái að deila herbergi. Það er ekki til nein meðferð sem hefur langvarandi áhrif gegn öldrun.

En þetta er náttúrulega ekki frétt. Ekki umfjöllun um félagsleg vandamál heldur. Það er bara kominn tími á einhverja tragedíu til að runkast á. Það er kannski bara góðs viti að fjölmiðlar skuli ekki hafa fundið neitt safaríkara en þetta.

Við eigum rétt á að vita það líka

Um daginn stóð Útvarp Saga fyrir skoðanakönnun á því hvort fjölmiðlar ættu að gefa upp þjóðerni meintra afbrotamanna og þjóðarsálin álítur víst að það sé rétt, gott og nauðsynlegt. Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna, nema þá helst þeim að auðvelda okkur að meta líkurnar á glæpahneigð út frá þjóðerni. Ef kemur t.d. í ljós að 20 Pólverjar hafa verið sakaðir um líkamsárásir, þá hlýtur það að segja eitthvað um eðli og innræti Pólverja almennt og full ástæða til að kenna börnum okkar að varhugavert sé að umgangast slíkan óþjóðalýð og aðra negra. Halda áfram að lesa