Um mánaðamótin ágúst-september var gífurleg þörf fyrir vændisathvarf í Reykjavík. En svo upprætti stóra systir eftirspurn eftir vændi og nú er engin þörf lengur. Allavega lítil aðsókn í afmellunarmeðferð, ætli hið rausnarlega dónakallaframlag Kópavogsdónans fari ekki bara í að kynda tómt hús?
Greinasafn fyrir merki: fasystur
Sjálfskoðun súkkulaðikaupandans
Mér skilst að stór meirihluti kvenna taki súkkulaði fram yfir kynlíf. Reyndar líka facebook, farsíma og ýmislegt annað en höldum okkur við súkkulaðið í bili. Halda áfram að lesa
Kynlífstæknar og gleðimenn
Guðmundur Andri Thorsson kallar vændiskaupendur „vændismenn“. Ég hef séð þetta orð sem og „vændiskarlar“ notað um viðskiptavini vændiskvenna á fleiri stöðum. Skil í raun vel að fólki þyki óviðeigandi að nota orðið vændiskúnni. Það getur nefnilega átt við um fólk af báðum kynjum og þar með felur orðið ekki í sér nógu mikla áherslu á það að allur viðbjóður sé í eðli sínu karlkyns. Halda áfram að lesa
Drottnunaraðferðir feminista
Sóley Tómasdóttir hefur áður vakið athygli á aðferðum sem notaðar eru til að gera lítið úr málflutningi kvenna og gerir það nú enn og aftur. Halda áfram að lesa
Sannleikni
Í vændisumræðu síðustu vikna hafa komið fram margar athyglisverðar rökleysur og rök sem gætu verið góð ef þau héldu vatni. Við skulum fara yfir helstu ástæður fyrir því að vændiskaup skuli flokkast sem glæpur: Halda áfram að lesa