Dæmi um útafakstur

Sóley vill að ákvarðanir séu teknar út frá feminiskum forsendum. Þær feminisku forsendur sem hún á við hér, eru sú skoðun að konur séu ófærar um að ákveða sjálfar hvað þær gera við sinn eigin líkama.

Það sem byrjaði sem mannréttindabarátta er nú farið að snúast um að stjórna konum og taka af þeim sjálfsákvörðunarrétt og ábyrgð á sínu eigin lífi. Hvar í ósköpunum fór feminisminn svo rækilega út af sporinu?

Píkuhár, augnhár og nýhreintrúarstefna

augnhár
Hvert sem ég fer, sé ég fallegar, ungar konur, með augnhár sem minna helst á skítuga kústa. Af hverju í ósköpunum gera þær þetta? Vita þær ekki að dæmi eru um að snyrtivörur hafi valdið sýkingum í augum, einkum ef notaðar eru gamlar vörur sem margir hafa notað eða ef stúlkan veit ekki almennilega hvað hún er að gera? Halda áfram að lesa

Þakkaðu það klámvæðingunni

lágmyndÞrettán hópnauðganir og skýringin er náttúrulega einföld; það er klámvæðingin ógurlega sem á sökina. Óþarft er að styðja þá kenningu nokkrum rökum, andstæðingar tjáningarfrelsisins eru einfaldlega búnir að ákveða að klám sé undirrót alls ills, einkum ofbeldis. Enda eru þær hópnauðganir sem tíðkast í óklámvæddum samfélögum mun huggulegri en hinar ofbeldisfullu hópnauðganir vestrænna klámhunda, sem eflaust væru bara að spila bingó á laugardagskvöldum ef ekki væri allt þetta klám.  Og ekki var konum nú nauðgað á miðöldum, meðan klám þreifst hvergi nema kannski í klaustrum -eða hvað? Halda áfram að lesa

Hugtakaskýring handa lesendum leyniskyttunnar

brokarlaus

Þessi bloggari kærir sig ekki um að heyra álit annarra og leyfir því ekki umræður á blogginu sínu en þar sem vera má að einhverjir þeirra sem hafa velt sömu hugtökum fyrir sér hafi meiri áhuga á samræðu en einræðu, skal ég taka að mér að útskýra þessi hugtök sem að hobbýfemisma undanskildum falla undir það sem ég kalla „dólgafeminisma“ (vulgar feminism) þ.e. feminisma sem setur hugsjónina ofar heilbrigðri skynsemi og valtar yfir rétt annarra. Halda áfram að lesa