Samningur í höfn

Jæja, þá er samningurinn formlega frágenginn. Skrudda gefur bókina út og hún kemur út um miðjan mars. Nú get ég loksins farið að einbeita mér að næstu bók. Þetta eru góðir dagar.

Krísa

Ingó fann útgefanda sem er því leyti vænlegur kostur að hann sagði bara já. Ekkert svona, ‘höfum samband með vorinu’ kjaftæði. Að vísu er sá útgefandi ekki til í mína hugmynd, sem er sú að hafa þetta rafbókarútgáfu og prenta bara 300 eintök fyrir snobbara, ég er því í töluverðum vafa. Halda áfram að lesa