https://www.youtube.com/watch?v=PKtBolx_Y9c
Þegar við settum fyrsta myndskeiðið í loftið, reiknuðum við alveg með heimskulegum viðbrögðum. Við höfum aðeins fengið örfáar athugasemdir opinberlega en feministar hafa hnýtt í Ingó fyrir að vera klámhundur og mikill sægur fávita hefur sent mér einkaskilaboð á facebook eða með tölvupósti.
Það sem þeir hafa allir sem einn um myndskeiðið að segja er eitthvað á borð við; flott brjóst, faaaalleg kona, eða vá þú ert með stærri brjóst en ég hélt. Enginn þeirra virðist hafa áttað sig á því um hvað ég er að tala eða hafa einu sinni heyrt það.
Þessi trailer, sem er meðvitað hrár og lítið unninn, öfugt við hinn fyrsta sem er virkilega fallegur, fékk meira áhorf á tveimur dögum en sá fyrri á tveimur vikum. Lítið er þó um komment en þeir sem á annað borð tjá sig telja víst að bókin snúist um karlhatur, enda ekki ennþá farnir að heyra orð af því sem ég sagði í fyrra myndskeiðinu. Þær konur sem á annað borð hafa tjáð sig, taka einfaldlega undir það að karlmenn séu með brjóst á heilanum en virðast ekki hafa minnsta áhuga á að nýta sér þá staðreynd. Staðfestir þetta enn fordóma mína um landlægan fávitahátt beggja kynja.