Ofbauð þér? Er það þessvegna sem þú lést þig hverfa? Fannst þér ég ganga of langt? Well, I never promised you a rose-garden. Nú skal ég segja þér dálítið og þú ættir að lesa þetta tvisvar og taka glósur, ví að lífið er ekki stór, mjúkur bómullarhnoðri og þú gætir orðið fyrir einhverju svipuðu aftur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: djúpið
Ilmur
Ég heimsótti félaga minn í gærkvöldi því hann þurfti að kynna mér smá verkefni sem hann vill fá mig til að vinna með sér. Það var kalt inni hjá honum svo hann lánaði mér peysu. Það var strákalykt af henni og mig langaði að grúfa andlitið niður í hana og andvarpa. En svoleiðis gerir maður ekki fyrir framan annað fólk. Allavega ekki fyrir framan eiganda peysunnar. Allavega ekki ef hann á konu. Eða unnustu eins og hann kallar hana. Halda áfram að lesa
Söngur Freðýsunnar 2. þáttur
Eins og þú veist er ég kærleiksblóm í álögum.
Nei, minn blíði og fríði, það var ekkert sérlega klárt hjá þér að átta þig á því. Það þarf ekki snilligáfu til að sjá í gegnum mig og þú ert nákvæmlega jafn vitlaus og þú lítur út fyrir að vera. Halda áfram að lesa
Söngur Freðýsunnar 1. þáttur
-Ertu hrædd um að verða ástfangin af mér? sagði Maðurinn sem drakk ekki konuna sína frá sér heldur reið hana bara frá sér á fylliríi.
-Nei Haffi.
-Af hverju viltu þá aldrei gista?
-Af því að mér finnst þetta rúm óþægilegt og svo hef ég ekkert að gera hérna þegar ég vakna, löngu á undan þér. Halda áfram að lesa
Traust
-Mér þykir þú köld, að fara til útlanda fyrirvaralaust, með bláókunnugum manni, sagði Keli.
-Enginn hefur skaðað mig hingað til nema fólk sem ég þekkti og treysti, svaraði ég. Keli hló. Halda áfram að lesa