Nú er ríkisstjórnin búin að lofa því að ég muni greiða skuldir einhverra labbakúta sem tóku lán fyrir kampavíni og einkaþotum. Svo ætlar ríkisstjórnin að klóra yfir sitt eigið fjármálaklúður og Seðlabankans með því að taka fleiri lán sem ég á líka að borga. ÉG, sem á enga einkaþotu og ekki einu sinni eitt lítið dagblað, hvað þá fjölmiðlasamsteypu, á semsagt að borga rúmar 4,5 milljónir miðað við gengið í dag, vegna fjárhættuspils manna sem ég ber enga ábyrgð á. Synir mínir, sem 8 ára gamlir kunnu að spara með því að skoða kílóverð á osti og kjöti og eru búnir að tapa stórum hluta af sparifé sínu, vegna hagstjórnar Geirs Haarde, hagfræðings, eiga líka að taka á sig rúmar 4,5 milljónir hvor.