A piece of my heart

Hildigunnur klukkaði mig á facebook.

Ég tek oft þátt í svona netleikjum en þar sem eitt af því sem gerir mig að mér er tregða til að fara eftir uppskriftum, leyfi ég mér oft að breyta einhverju. Þessi leikur býður upp á óttalegt bull og ég hef ekki nægan aulahúmor fyrir það svo ég ákvað bara að gera þetta eftir mínu höfði. Halda áfram að lesa

Áttu arin?

Ég fer út á mánudaginn. Ef einhver sem les þetta á arinn, þá er ég með helling af góðu, þurru timbri sem ég þarf að losna við.Ég þarf á því að halda að koma mér burtu en núna þegar kemur í ljós að þeir eru byrjaðir að selja vatnsréttindin, þá finnst mér ég svona varla hafa rétt til þess. Halda áfram að lesa

Út vil ek

Búin að bóka flug og undarlegt nokk, mér líður bara strax miklu betur. Óvissa getur verið skemmtileg að vissu marki en til lengdar skiptir máli að hafa þótt ekki sé nema eitt atriði varðandi framtíðina á hreinu. Ég er allavega að fara út um mánaðamótin, a.m.k. í smátíma og kannski lengur. Halda áfram að lesa

Appelsínuhúð

Einhverju sinni kom upp umræða um appelsínuhúð í mínum vinahóp. Aðal spjátrungurinn, maður sem skipti áreiðanlega oftar um bólfélaga en nærbuxur, yppti öxlum og sagðist aldrei hafa verið með konu með appelsínuhúð. Ég gat engan veginn lagt trúnað á að jafn víðriðinn maður hefði aldrei þreifað á ófögnuði af þessu tagi en þegar ég gekk á hann kom í ljós að þegar hann talaði um appelsínuhúð, þá átti hann við mörköggla á stærð við vínber. Halda áfram að lesa