Ding!!!
Ding! syngur veröldin,
ding!
Klingir þakrenna í vindinum,
ding!
Þaninn strengur við fánastöng,
ding!
Hringja bjöllur
í elskendaálfshjörtum
ding, ding!
Sett í skúffuna í febrúar 1991
Ding!!!
Ding! syngur veröldin,
ding!
Klingir þakrenna í vindinum,
ding!
Þaninn strengur við fánastöng,
ding!
Hringja bjöllur
í elskendaálfshjörtum
ding, ding!
Sett í skúffuna í febrúar 1991
Stjörnum líkur
er smágerður þokki þinn.
Ég vildi vera ævintýr
og vakna í faðmi þínum,
kyssa fíngerð augnlok þín
og líða
inn í drauma þína
undir dökkum bráhárum.
Sett í skúffuna í janúar 1991
Dansa augu þín
Sett í skúffuna í október 1990
Jafnvel fífan, hvít og loðin yfir mýrinni
og rauð kalsár furunnar uppi í skógi
vita gleðina sem þú vekur mér.
Sett í skúffuna í september 1990
Dánir.
Að eilífu.
Runnir í tómið
dagarnir,
þegar allt mitt var þitt
og hugsanir þínar
-titrandi
bak við augnlokin.
Sett í skúffuna í júlí 1985