Vakning

Þau sjá mig breytta í návist þinni
segja mig fegurri en fyrr.

Jafnvel fífan, hvít og loðin yfir mýrinni
og rauð kalsár furunnar uppi í skógi
vita gleðina sem þú vekur mér.

Sett í skúffuna í september 1990