Skuggar

Að daðra við aðra og drekka af stút
ó drottinn minn hve gott það er.
Liggja og þiggja en laumast svo út
og lofa þeim að gleyma mér.

Ég leyni ekki neinu er leggstu mér hjá
og lætur sem viljirðu skilja og sjá
þann gáska og háska og gleði og þrá.
sem gráa svæðið vekja má.

Skoðaðu eigin skugga og þú munt skilja
þann hataða hvataflaum sem fáir vilja
horfast í augu við en hug sinn dylja
og óttast að aðrir telji
undarlegan.

Þú þekkir mig ekki og þó ertu hér
hvað þvingaði þig hingað inn?
Sáttur við dráttinn það sagðirðu mér
En samt er skammt í barlóminn.

Því lostinn er brostinn og fullnægjan feik
og frelsið er helsi ef trúin er veik.
Og þú biður því miður um mánaðarbreik
því þú meikar ekki þennan leik

Leikum þá annan leik, minn kæri ljáðu
mér eyra að heyra sögu mína og sjáðu
sálar minnar djúp og snertu og sláðu
hjarta míns heita og hrjáða
hörpustrengi.