Sé það rétt tilgáta að slánni hafi verið sparkað upp af miklu afli (þá væntanlega af fullorðnum) er þetta hið óhugnanlegasta mál.
Það er ekki langt síðan framið var skemmdarverk á leiktæki í Fjölskyldugarðinum í Reykjavík og maður hlýtur að fara að velta því fyrir sér hvort það sé einhverskonar tíska að stofna til slysa á þennan hátt. Þegar fréttist af slysinu í adrenalíngarðinum, hvarflaði að mér að einhver tengsl væru á milli þess og skemmdarverksins í Fjölskyldugarðinum en ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess.
Merkilegt þykir mér að sjá að þegar skemmdarverk sem verður að flokkast sem raunverulegt ódæði er framið, virðist það ekki vekja mikla athygli. Fréttist hinsvegar að því að einhver hafi krotað pólitísk skilaboð á húsvegg, ég tala nú ekki um ef fánalög eru brotin eða vinna hjá skítafyrirtæki stöðvuð í mótmælaskyni, þá fer bloggheimur gjörsamlega á límingunum yfir því að annað eins glæpahyski og skemmdarvargar fyrirfinnist.
Kannski er bloggplebbinn ekkert svo geðbólginn yfir skemmdarverkum sem slíkum, heldur yfir því að þægilegum ranghugmyndum hans um veruleikann sé ögrað.
![]() |
Í lífshættu eftir Tívolí-slys |
——————————————————-
Átta ára barn getur reyndar orðið svakalega þungur á ferð, hreyfingin margfaldar átakið.
Kristín í París (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 07:22
——————————————————-
Frábær málfræðivilla hér að ofan. Ég bið forláts.
Kristín í París (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 07:51
——————————————————-
Var þetta ekki bara aktívismi ?
Kannski voru þeir að mótmæla virkjunum ?
Eða kannski voru þetta vinir hans Paul Oduor Pata (Ramsesar) ?
LM, 17.7.2008 kl. 21:51
——————————————————-
Mótmælum er nú almennt beint gegn þeim sem bera ábyrgð en ekki bara einhverjum svo ég hef enga trú á að þessi atvik standi í neinu sambandi við virkjanir eða vinnubrögð útlendingastofnunar.
Eva Hauksdóttir, 18.7.2008 kl. 14:37