Norn.is

Eva Hauksdóttir

Norn.is

Sírennsli

Ást mín á þér er löngu orðin
eins og sírennslið í klósettinu
aðeins rólegt mal,
hluti af tilverunni og
truflar mig ekki lengur.Á þó til að angra næturgesti
sem brölta bölvandi fram úr og sturta niður
í von um frið.

Án árangurs
og kveðja vansvefta að morgni.