Stefnuna þekkjum við
og ljósastikur meðfram veginum varða leiðina.
Þó vekur ugg
þessi umferð á móti.
Við stýrið, þú
og ég forðast að segja upphátt
það sem ég les úr kortinu.
Nú er ekkert nema handbremsan
á milli okkar lengur.
Sett í skúffuna í nóvember 2001