Þessi segist hreint út vera á móti fjölmenningu. Ég kýs ekki fólk til stjórnlagaþings en ef yrði boðið upp á þann möguleika að kjósa fólk sem EKKI fengi inngöngu, þá tæki ég þátt. Það eru takmörk fyrir því hversu mannfjandssamleg viðhorf er hægt að láta vaða uppi í samfélagi sem maður hefur sagt skilið við.
Samkvæmt þessum málflutningi hlýtur að vera rökrétt að svipta þá ríkisborgararétti sem brjóta lög og semja sig ekki að siðvenjum þjóðarinnar, hvað sem það nú þýðir. Svo maður tali nú um íslenskukunnáttuna. Pant taka að mér meta það hvaða fjölmiðlamenn verði fyrst sviptir ríkisborgararétti.