Ef þessi sorglegi auli kynnti sér málið nánar, dytti honum kannski í hug einhver raunhæfari leið til að binda enda á hatur muslima á breskum hermönnum en sú að stunda trúboð meðal íslenskra skólabarna.
Sú hugmynd að muslimir vilji útrýma kristindómnum er fráleit. Þeir viðurkenna kristindóm, þar sem kristinir menn aftur á móti viðurkenna ekki islam. Hitt er svo annað mál að fjölmargir muslimir vilja útrýma Vesturlandabúum. Ekki af því að þeir hafi neitt við trúarbrögðin að athuga heldur vegna þeirra hörmunga sem stanslaus hatursáróður og utanríkisstefna Bandaríkjanna, Bretlands og fleiri vestrænna ríkja hefur leitt yfir stór menningarsamfélög þar sem muslimir eru í meirihluta