Og þessvegna skapaði Gvuð photohop

 

Myndirnar týndar

 

kroppuð.jpg Eva1_grill_pp kropp.jpg
…………..Algerlega ósjoppuð…………………… Þokkalega sjoppuð……………

Í alvöru talað, hvað er svona æðislegt við þetta vaxmyndalook? Og trúir nokkur á það hvort sem er? Kannski þetta sem átt er við með sjoppulegu útliti?

Ein tilgáta. Bara tilgáta, ég hef ekki skoðað þetta vel. En mig grunar að það þyki síður ástæða til að helsjoppa karla en konur.

(Ingólfur Júlíusson myndaði og sjoppaði (og flissaði á meðan hann sjoppaði))

Bætt við 14. okt:

Eva1_grill lítil.jpg
Hér er bara búið að eiga við litinn. Mér finnst hún best.

—–

Umræður um færsluna

Mér finnst nú eiginlega nauðsynlegt að það komi fram hér, að ófótósjoppaða myndin höfðar mun meira til mín. Mér finnst þú miklu sætari á henni, með broshrukkurnar og náttúrulega geislann úr augum.

Posted by: Kristín | 13.10.2011 | 16:12:13

Geisla augun ekki meira á sjoppuðu myndinni? Ég er ekki hrifin af þessu vaxbrúðuútliti. Þótt sjoppaðar myndir sýni fallegri útgáfu af fólki finnst mér ekki sannfærandi að sjá fólk á fimmtugsaldri með lýtalausa húð og er hissa á því að fólk skuli ekkert vera orðið leitt á þessu.

Posted by: Eva | 13.10.2011 | 18:03:29

Maður hefur nú alveg hitt einhvern sem lítur betur út á mynd en í raun og veru. Betra að koma á óvart í hina áttina.

Posted by: GK | 13.10.2011 | 23:00:34

Tek undir með Kristínu.

Posted by: Einar Steinn Valgarðsson | 14.10.2011 | 7:33:58

Á seinni myndinni er búið að jafna út liti – sú fyrri er öll daĺítið rauðleit (a.m.k. á skjánum hjá mér)- auk þess sem hún er skarpari. Sérstaklega þykja mér augun eðlilegri og líflegri á seinni myndinni.

Hins vegar er ég ekki hrifin af hrukkusléttingum og slíku með photoshop, hvað þá þegar heilu líkamspartarnir eru færðir ofar eða neðar eða fjarlægðir með öllu. Að fjarlægja bólu eða sár finnst mér í lagi, og ekki meiri fölsun en að nota hyljara eða meik á brúðkaupsmyndinni.

Posted by: Tinna Gígja | 14.10.2011 | 9:09:14

Á seinni myndinni er búið að jafna út liti – sú fyrri er öll daĺítið rauðleit (a.m.k. á skjánum hjá mér)- auk þess sem hún er skarpari. Sérstaklega þykja mér augun eðlilegri og líflegri á seinni myndinni.

Hins vegar er ég ekki hrifin af hrukkusléttingum og slíku með photoshop, hvað þá þegar heilu líkamspartarnir eru færðir ofar eða neðar eða fjarlægðir með öllu. Að fjarlægja bólu eða sár finnst mér í lagi, og ekki meiri fölsun en að nota hyljara eða meik á brúðkaupsmyndinni.

Posted by: Tinna Gígja | 14.10.2011 | 9:10:29

Mér finnst líka í lagi að eiga við litinn þegar birtan er þannig að húðliturinn virðist óeðlilegur. En þegar allar hrukkur eru farnar, þá lítur maður samt ekkert út fyrir að vera tvítugur. Fótósjoppað miðaldra fólk lítur ekki út eins og unglingar heldur eins og fótósjoppað miðaldra fólk. Rétt eins og unglingsstrákar með skegg líta ekki út eins og fullorðnir menn, heldur einmitt eins og unglingar með skegg.

Posted by: Eva | 15.10.2011 | 10:50:27

Ég er líka sammála með litajöfnunina, hún er í fínu lagi. Hins vegar skil ég ekki þessa hrukkufælni nútímans.. hvað er svona hræðilegt við að vera með hrukkur? Get svosem skilið ef að hálfþrítugt fólk er komið með hrukkur á við ellilífeyrisþega að það vilji láta slétta aðeins úr sér, en það er frekar sjaldgæft.

Ég er farin að taka sífellt meira eftir „vaxbrúðu“útlitinu í blöðum og tímaritum. Mér finnst það oft drepa niður allan persónuleika.

Posted by: Rebekka | 17.10.2011 | 6:19:58