Mynd

Ingó tók nokkrar myndir af mér um daginn. Þótt sé útaffyrir sig svekkjandi að sjá hvernig hrukkunum fjölgar, finnst mér líka eitthvað svo áhugavert að fylgjast með sjálfri mér eldast.

Ég er í hryllilegu formi, líður feitt og lít illa út. Myndirnar eru miklu betri en tilefni er til og það er ekki fótósjopp sem á heiðurinn af því heldur Ingó sjálfur. Hann tók líka myndir af mér fyrir rétt rúmu ári en þær eru ekki góðar. Ég held að það sé kannski af því að við vorum ekki ein, hann stressaður og ég áhyggjufull. Skrýtið en ég verð falleg nálægt Ingó, þ.e.a.s. þegar allt er eins og það á að vera. Samt er ekkert skotin í honum, ekki baun og hef aldrei verið.

Ég er satt að segja ekki skotin í neinum. Það er fúlt því mig langar alveg að eiga mann. Þegar ég var 25 ára hélt ég að ég þyrfti að verða fallegri til að karlmenn vildu mig. Það reyndist hin mesta lygi. Allavega hef ég ekki fríkkað síðan en á þó mun fleiri vonbiðla. Er bara orðin svo helvíti vandlát og þeir eru hvort sem er skotnir í mér af því að ég hef ekki áhuga. Ég held að ég sé búin að missa hæfileikann til að verða ástfangin. Sem er náttúurulega jákvætt því það er ekkert annað en geðveiki. En svoleiðis geðveiki getur nú verið skemmtileg samt.

Því miður hef ég ekki efni á að fjárfesta í miklu magni eiturlyfja. Ef ég hefði það myndi ég bara gúlla í mig e-töflum og verða ástfangin af einhverjum sem er „skynsamlegur“ kostur. En það væri svosem ekki skynsamlegt.