Ofbeldi leysir vandamál

Einhver alvitlausasta rökvilla nútímans er sú að ofbeldi leysi engin vandamál. Ofbeldi leysir vandamál. Það er þessvegna sem það nýtur hvílíkra vinsælda.

Að vísu skapar ofbeldi oft fleiri vandamál en það leysir en það eru oftast:
a) vandamál sem einhver annar þarf að leysa
b) síðari tíma vandamál
c) tilbreyting frá vandamálinu sem varð til þess að gripið var til ofbeldis.

Ofbeldi er hagnýt lausn sem veitir útrás og páerkikk. Eina ástæðan til að nota tímafrekari aðferðir til að fá sínu framgengt er sú að ofbeldi er ómannúðlegt og elur af sér sjálfsbjargarleysi, grimmd og óhamingju.

3 thoughts on “Ofbeldi leysir vandamál

Lokað er á athugasemdir.