Mér þykir það furðuleg auglýsing sem prýðir strætisvagna Reykjavíkurborgar þessa dagana. Mynd af kúlupenna og texinn: „Þú ert það sem það sem þú borðar.“ Undirskriftin er „Parker“.
Ætli sé með þessu verið að hvetja fólk til að borða fleiri Parkerpenna? Eða er fólk sem nærist skynsamlega líklegra til að kaupa Parkerpenna en aðrir? Eða er verið að benda á það hvílíku kostafæði Parkerpennar séu aldir á? Nú er einkennismerki Parkerpennans ör. Ætli Parkerpennaeigendur séu slyngari veiðimenn en gengur og gerist eða er oddur Parkerpennans svo skarpur að hann megi nota til dýraveiða?
Athugasemdir
—————————————————–
Hafsteinn @ 26/04 23.56
Örugglega verið að vísa til þess að betra sé að naga þá en blýanta.
—————————————————–
Þorkell @ 27/04 00.08
Þetta er bara góður húmor… 🙂
Óli Jói @ 27/04 09.26
Ég er einmitt mikið búinn að vera að spá í þessu. það er þó ekki hægt að segja annað en þessi auglýsing veki athygli!
—————————————————–
eva @ 27/04 12.13
Betra að naga stál en tré??? Nú ég ekki heldur skilja!
Ég er svona að velta því fyrir mér hvort það sé orðinn eini tilgangur auglýsinga að vekja athygli. Mér finnst eitthvað svo ólíklegt að menn selji neitt út á athyglina eina en það er orðið talsvert mikið um auglýsingar með myndum og texta sem virðast ekki tengjast efninu neitt sérstaklega svo þetta hlýtur að virka. Ætli auglýsingafræðin eigi sér undirgrein sem fjallar um stefnur, sambærilegar við t.d. myndlista- og bókmenntastefnur? Er þannig t.d. talað um realískar eða surrealiskar auglýsingar?
—————————————————–
Hafsteinn @ 27/04 23.54
Ég fagna öllum auglýsingum sem ekki fylgja meginþema auglýsingabransans – þ.e. að telja manni trú um að með vörunni fáist keyptur annar lífstíl (þar sem allir eru án undantekningar ungir, horaðir og í skjóllitlum klæðum).