Hvernig stendur á því, að í öllum þeim loforðaflaumi sem vellur pólitíkusum vorum af vörum fram þessa dagana, heyrast ekki raddir þeirra sem ætla að leggja á það sérstaka áherslu að uppræta misnotkun á velferðarkerfinu okkar?
Setjum sem svo að allir þeir „örykjar“ og „atvinnuleysingjar“ sem eru í raun í fullri vinnu sem ekki er gefin upp til skatts, yrðu sviptir bótum og látnir greiða skatt af tekjum sínum eins og annað fólk.
Setjum sem svo að allir ungu mennirnir sem í skóli alkóhólisma komast upp með að vera á félagslegum bótum og í félagslegu húsnæði, yrðu skikkaðir til að taka ábyrgð á sér sjálfir. Hvað ætli fengjust þá margar milljónir til þess að rétta þeim hjálparhönd sem raunverulega þurfa á því að halda?
Ég tek fram að ég hef ekkert á móti því að fólki sem verður fyrir áföllum eða missir tök á lífi sínu sé hjálpað að rísa á lappirnar aftur. Ég er hins vegar á móti því að ríki og sveitarfélög haldi fólki uppi þegar því býðst öll hugsanleg aðstöð til að’ réttas úr kútnum. Með bannorðinu „aumingi“ á ég við fólk sem VILL ekki leggja það á sig að taka ábyrgð á lífi sínu og gerist langtímaáskrifendur að fjárhagsaðstoð sem ætluð er fólki sem GETUR ekki framfleytt sér hjálparlaust. Ég auglýsi hér með eftir stjórnmálaflokki sem hefur raunverulegan áhuga á því að afnema bætur til aumingja.