–Var partý? spyr ég og legg frá mér krossgátuna.
–Nei, ég svaf í nótt, svarar hann.
-Og hvað rekur þig á lappir kl. 7 á sunnudagsmorgni?
-Ég vaknaði til að hitta þig. Ef ég þekki þig rétt verður þú farin að vinna um hádegi.
-Vaknaðirðu alvöru til að hitta mig?
-Mmmm. Má ég leggjast hjá þér?
-Já, ef þú ferð úr skónum, segi ég og færi mig.
-Mig langaði að sofa lengur, segir hann, en ég hef vanrækt þig og þá fer postulínsbrúðan í þér að halda að mér sé sama um þig. Ég vil frekar leiðrétta það en að sofa fram eftir.
Höldum hvort um annars úlnlið. Krossgátan má bíða. Maðurinn er aldrei alveg einn.