Hér er dæmi um kynbundið ofbeldi sem enginn áhugi er fyrir þar sem það beinist ekki að réttu kyni.
Hugtakið kynbundið ofbeldi er oft notað um allt ofbeldi sem karlar beita konur hvort sem það hefur eitthvað með kyn að gera eða ekki. Almennur skilningur á hugtakinu er sá að það eigi við um ofbeldi sem fólk yrði ekki fyrir ef það tilheyrði hinu kyninu og það er þannig sem það er notað í fjölmiðlum. Samt sem áður aðeins um ofbeldi gegn konum.
Ég hef ekkert orðið vör við áhuga á málefnum barnafanga. Það sama á við um Gueatanamo. Það eru aðallega karlmenn þar og ég hef aldrei nokkurntíma heyrt talað um meðferðina á þeim eða öðrum samviskuföngum sem „kynbundið“ ofbeldi. Þeir sem hafa áhuga á Guatanamo hafa áhuga á málefnum samviskufanga óháð kyni. Ég verð stöku sinnum vör við áhuga á Guatanamo en það segir kannski sitt að bókin um Guatanamo sem kom út 2008 eða 2009 seldist ekki nema í 400 eintökum þrátt fyrir brjálæðislega góða kynningu.
Ekki svo að skilja að mér finnist nein þörf á því að tala um það sem kynbundið en mér finnst ömurlegt þegar hamrað er á ofbeldi gegn konum eins og það sé miklu verra vandamál en ofbeldi gegn körlum. Ofbeldi á einfaldlega ekki að eiga sér stað og allra síst af hálfu yfirvalda.