Kort

Morðingi sem hefur engan hug á að láta af hátterni sínu býður þér til snobbveislu.

Á boðskortinu er tekið fram að geðsjúkir, eyðnismitaðir og fátækir séu ekki velkomnir.

Sýnir þú morðingjanum þá virðingu að mæta?

Það gerir forseti Íslands.

Ég er sár út í Ólaf Ragnar. Ég hef sjálf kosið hann til að gegna þessu skrautfjaðrarhlutverki og reiknaði allavega ekki með því að hann myndi gera eitthvað alvarlegt af sér, þótt ég hafi nú svosem ekki séð nein sérstök afrek af hans hálfu heldur. Það er alltaf dálítið fúlt að þurfa að viðurkenna að manni hafi skjátlast.

Ólafur Ragnar hefur brugðist sem forseti, sem fulltrúi þjóðarinnar á opinberum vettvangi. Nema þjóðin sé sátt við þá hugmynd að smjaðra fyrir stjórnvöldum sem brjóta samviskulaust gegn mannréttindum á alla hugsanlega vegu. Ekki veit ég hvaðan Ólafur fær þá hugmynd að harðstjórar séu líklegir til að snúa við blaðinu ef þeim er sýnd virðing. Það hefur aldrei gerst í veraldarsögunni en hinsvegar hefur fordæming alþjóðasamfélagsins og viðskiptahöft borið heimlikinn árangur.

Ég skil ekki af hverju almenningur kyngir því bara að hann ætli að mæta. Sjálf hélt ég upp á daginn með því að dreifa 150 kortum með textanum hér að ofan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.