Ég á eitthvert smotterí í Sunlife og píndi syni mína til þess fyrir nokkrum árum að setja hluta af sínum sparnaði þangað líka. Það var reyndar ekkert smá vesen að setja saman pakka af gróðavænlegum fyrirtækjum sem ekki eru augljóst handbendi djöfulsins. Það sem þeir áttu hér er auðvitað farið fjandans til, eða það sem verra er, ofan í vasa svikahrappa.
Nú er ég í krísu. Getur einhver sagt mér hvert ég á að leita til að fá óháða ráðgjöf um það hvort sé eitthvert vit í að halda þessu áfram eða taka inneignina út og halda almennilegt partý? Tryggingaráðgjafinn segir auðvitað að það væri glapræði að hætta núna og að þetta sé eitthvert best stæða og best rekna fyrirtæki veraldar. Bæði franska og breska ríkið tryggja 90% af inneigninni og þrátt fyrir bankakreppu séu þau ekkert að fara á hausinn. Item að ef ég tæki þetta út núna, taki 3 vikur að fá peningana afgreidda og þá sé alveg hugsanlegt að bankinn hér heima verði farinn á hausinn aftur og því er ég reyndar hjartanlega sammála, ‘nýju’ bankarnir eru rétt að því komnir að hrynja. Að öðru leyti er ég bara mjög ráðvillt, því sölumaðurinn hefur nú sennilega engan hag af því að segja satt og það er eðli sölumennsku að setja eigin hagsmuni ofan heiðarleika. Geir sagði nú 3 dögum áður en Glitnir féll að bankakerfið væri allt í ljóma og sóma, svo hverjum á maður eiginlega að trúa? Ekki er mikið mark takandi á ‘trúverðugleikanum’, svo mikið er víst.
Ég er að verða frekar þreytt á því að ganga í gegnum fjárhagslega hópnauðgun í hverri viku og vil helst komast hjá því að tapa þessum peningum. Við hvern á maður að tala til að fá heiðarlegar, óháðar upplýsingar um líkurnar á því að maður tapi þessu smáræði sem eftir er af aleigunni?
—————————–
Hæ Eva, þekkjumst ekki en erum búin að standa hlið við hlið í baráttunni oft á undanförnum vikum.
Hef enga beina hagsmuni við Sunlife eða tryggingaráðgjafa yfir höfuð, en get mælt sterklega með því að halda áfram slíkum sparnaði. Hafðu bara dreifinguna mikla í körfunni.
Það borgar sig aldrei að taka út úr svona sparnaði fyrr en í fyrsta lagi eftir 12-15 ár (eftir hagsveiflum heimsins) þegar að vaxtavextirnir eru loksins byrjaðir að tikka inn.
Því meiri biðlund sem að maður hefur, því meiri vænt endurgreiðsla.
Munurinn t.d. á því að taka út eftir 25 ár eða 35 getur verið þrefaldur.
En að sjálfsögðu til langs tíma litið þarf að huga vel að hagsveiflum með nokkurra ára fyrirvara, þ.e. áður en að maður fer að huga að því að leysa aurinn út. Það er þetta lögmál að selja ekki eign sína þegar að markaðurinn er niðri – eða neðar eins og núna.
Þá er gott að taka líka fram (ég er með svona sparnað) að maður tapar alltaf á því að segja upp sparnaðnum á fyrstu 7 árunum, nema reyndar akkúrat núna gæti gengismunurinn vegið það upp.
Góða skemmtun yfir leiðinda vangaveltum um aura 🙂
Posted by: Baldvin Jónsson | 29.01.2009 | 15:56:36
—————————–
Sæl Eva, Takk fyrir bloggvináttuna. Get sagt þér mína reynslu. Ég byrjaði að safna „auði“ í Sun Life fyrir c.a. 10 árum. Borgaði einhver x pund á mánuði allan þennan tíma. Ljótt að segja, en ég hálf gleymdi svo að fylgjast með þessu. Fyrir ári síðan fór ég á stúfana og komst að því að félagið sem seldi mér þennan „rapid“ gróða díl, var hætt. Tók mig um mánuð að grafa upp hvar samningurinn minn var. Fann hann loks. Fékk þá uppgefið innistæðuna. Ég hefði betur lagt þennan pening inn á almennan sparnaðarreikning hér heima (er ekki að meina peningamarkaðssjóðsreikning). Þetta var enn peningur og hann var eitthvað yfir kostnaði en ekki eins og væntingar voru miðað við 10 ára tímabil. Ég sagði samningnum upp og flutti peningin heim og lagði inn vaxtaþrepsreikning þar sem ég hef fengið mánaðarlega mun meiri vexti greidda en ella. Ætla ekki að ráðleggja þér að gera neitt en þetta er mín reynsla og ákvörðun. Og sé ekkie eftir því. Tek fram að þetta var s.l. sumar, fyrir hrunið en vinafólk mitt er nýbuið að framkvæma slíkt hið sama. bestu kveðjur, Einar.
Posted by: Einar Áskelsson | 29.01.2009 | 16:18:19
—————————–
Ég er með sparnað hjá Allianz en mér var ráðlagt að fara í slíkt af fyrrverandi (þá enn núverandi)mági mínum sem var/er sparisjóðsstjóri. Hann sagði að þetta væri eina vitið í langtímasparnaði – yfir 100 ára gamalt batterí sem að hefur staðið af sér margan öldusjóinn. Vinkonur mínar skildu í fyrra og leystu út sinn sparnað hjá Sunlife til 10 ára sem var orðin ágæt summa, vegna þess að þær voru á sameiginlegum reikningi. Ég treysti því þessum reikningum umfram marft annað í dag – en svo er alltaf spurning hverju og hverjum er að treysta á þessum síðustu og verstu. En þá er ég líka bara vitleysingur eins og flestir aðrir í þessu landi sem treystir fólki sem það telur að viti betur en það sjálft.
Posted by: lindablinda | 29.01.2009 | 17:23:42
—————————–
eg sagdi upp minum sparnidi viku fyrir bankahrunid. atti erfitt med a fa peninginn. og er nuna med avisanir i vasanum sem eg get ekki skipt her i asiu. hefdi verid fint a skipta tvi tegar gengid var hvad laegst.
tetta er spurning… tarftu naudsynlega a nota peninginn nuna. ta taktu hann frekar en taka lan.
ertu a taka lan fyrir sparnadi i sunlife. tad er ekki gott.
en ef tu att tetta aflogu til a leggja afram fyrir og ert i plus.. ta halltu afram a spara.
annars … hringdu i tryggingar og radgjof. i skeifunni. lattu ta lika gera heildartilbod i allar tryggingar tinar… ja allar. tad laekkadi minar tryggingar um rumar 100.000tus ‘a arsgrundvelli og munar um minna.. ta.. meina eg tilbod i fyrirtaeki og einkakennitolu. allt saman i pakka. med kvedju fra mer og ollum poddum sem skrida a m’er og i kringum mig her in the middle of nowhere in asia. (black macic work in asia to.)
Posted by: ok | 30.01.2009 | 14:06:34
—————————–
hinns vegar….
þá eiga tryggingar og ráðgjöf að geta sótt um svigrúm. .greiðslustöðvun… pásu… eða að hverju því nafni sem það kallast gera pásu á þessum sparnaði í eitt ár eða meir án þess að þú tapir neinu. það er í öllum samningum sem eg hef séð enda lög um það.
og anarsvegar….ha ha og lol. og takktu vel eftir…þú átt. að geta tekið lán i þessum erlenda gjaldeyri með þinn höfuðstól að veði..(fer eftir samningi) sem ætti að vera mjög hagstætt medan gengið er lágt hjá okkur frónverjum.
þú hefur allavega nokkra möguleika. fleiri en að hætta eða halda áfram…
kveðja
ok in asia.
Posted by: ok | 30.01.2009 | 14:42:00
—————————–
OG enn frekar að auki þá getur boðið þinn sparnað til sölu og látið annan taka hann yfir. með nafnabreytingum.
Posted by: ok | 31.01.2009 | 5:44:10