Hugarró

Ekki sakna ég þagnarinnar
sem skriðin úr hugskoti nágrannans
hvískraði ógnarþulur
við óvarinn glugga bernsku minnar.
Næturlangt.
En spurði einskis.

Kvöldum saman
hef ég sofnað við nið tölvunnar
vaknað við gemsa nágrannans
handan veggjar.

Þögnin horfin úr lífi mínu;
nú set ég reglurnar sjálf
og hef spunnið blekkingarvef fyrir gluggann.

Dapurlegt
segir þú
og vel má svo vera.Margt er líkt með skyldum
og víst er þögnin systir lyginnar.
En vita skaltu
að órofnum svefni
hef ég aldrei kynnst fyrr.