Einar er að baka lúsíuketti. Þetta eru snúðar sem eru vafðir frá sitthvorum enda lengjunnar í sitthvora áttina eins og S. Mér sýnast þetta nú bara vera venjulegir snúðar fyrir utan lögunina en hann ætlar að sannfæra mig um að saffran sé eitthvað merkilegra en kanelsykur. Það er miklu dýrara en nokkurt annað kyrdd sem ég hef heyrt um sem ekki er vímuvaldandi en ég hef efast um að það sé peninganna virði. Finnst kanelsykur bara alveg ágætis bragðbætir í snúða. Birti niðurstöður fyrir svefninn.
Uppfært:
Ég hef reyndar heyrt um ríkukalla sem krydda kjöt með gulli en ekki um neinn sem kryddar sætabrauð með reykelsi og myrru. En það staðfestist hér með að kanill er betri en saffran.