Gremj!

Helvíti að eiga frídag á sólstrandardegi og geta ekki verið úti. Mig svíður í fótleggi, axlir og andlit en tók ekki eftir því fyrr en ég fór inn.

Mig langar í félagsskap en allir sem ég þekki eru:
a) úti í sólinni, af skiljanlegum ástæðum
b) í útlöndum
c) úti á landi
d) ástfangnir
e) þunnir

Gerði tilraun til að opna búðina fyrst ég gat ekki verið úti lengur hvort sem er. Endalaust ráp túrista inn og út sem merkir að ég hef ekki frið til að lesa eða skrifa en salan er of lítil til að ég tími að eyða fríinu mínu svona. Ætla hér með að loka aftur og hanga frekar með bókina mína inni á kaffihúsi.