Glámbekkurinn

Þegar ég er orðin húsgagnahönnuður, ætla ég að sérhæfa mig í hönnun glámbekkja. Ekki klámbekkja því ég held að sé nóg framboð á þeim á markaðnum.

Ég var nær fullorðin þegar ég áttaði mig á þeirri augljósu staðreynd að glámbekkur hlýtur að vera bekkur fyrir glám. Kannski vegna þess að bekkir eða hillur sem eru sérstaklega til þess hugsaðar að geyma á þeim gleraugu, fylgja sjaldnast innréttingum. Sem er auðvitað stórfurðulegt í ljósi þess að á meðalheimili má gera ráð fyrir því að einhver þurfi fyrr eða síðar á gleraugum að halda. Og þar með glámbekk til að geyma þau á.

Ég reikna með að hönnun glámbekkja muni færa mér ótakmörkuð auðæfi.