Sonur minn Byltingin var dæmdur til 18 daga fangavistar fyrir að trufla stóriðjufyrirtæki við þá iðju sína að eyðileggja jörðina. Þetta er algengur dómur fyrir ölvunarakstur enda mun dómskerfinu þykja það álíka alvarlegur glæpur að stofna lífi og limum vegfarenda í hættu og að minna stjórnvöld og stórfyrirtæki á að til er fólk sem ætlar ekki að horfa aðgerðarlaust upp á náttúruspjöll og mannréttindabrot í þágu áliðnaðarins.
Það er ennfremur athyglisvert hvað slík mál virðast njóta miklis forgangs í kerfinu. Brölt Hauks í byggingarkrana á Reyðarfirði var þannig dómtekið áður en 4 mánuðir voru liðnir frá atvikinu. Til samanburðar má geta þess að tveir menn urðu fyrir alvarlegri og tilefnislausri líkamsárás á nýársnótt. Annar þeirra lenti á gjörgæslu, var mállaus í margar vikur og mun aldrei ná sér að fullu. Árásin náðist á eftirlitsmyndband og var sýnt í sjónvarpinu. Þar sést greinilega hvernig maðurinn er sleginn með flösku í höfuðið og sparkað í þá báða félaga liggjandi rænulausa í götunni. Árásarmennirnir komu fram strax daginn eftir. Þetta mál hefur því varla þurft viðamikla eða flókna lögreglurannsókn. Það hefur þó ekki verið dómtekið ennþá, enda er hér eingöngu um að ræða örkumlun venjulegs borgara en ekki svo alvarlegan hlut sem röskun á hugarró auðvaldins.
—————————-
dæmigert! Og ótrúlegt.
Posted by: hildigunnur | 15.08.2007 | 13:03:11