Flúin frá Satni

Framvegis mun Nornabúðin fagna 18. október til minningar um að þann dag beið ég í síðasta sinn í 20 mínútur eftir því að ná sambandi við þjónustuver Satans.

Ég er semsagt búin að flytja viðskipti búðarinnar til OgVodafone. Netið var tengt í dag og allt er fullkomið. Ef Vódafónn reynast mér ekki verr en Síminn (og það tel ég ótrúlegt þar sem ég hef aldrei átt viðskipti við nokkurt fyrirtæki sem veitir jafn lélega þjónustu) mun ég flytja heimasímann minn með öllu tilheyrandi þangað í desember, um leið og ég losna undan samningnum við Satan.