Paul Simon ætlar að halda upp á afmælið mitt í sumar. Ég klikkaði alveg á því að fagna fertugsafmælinu mínu í fyrrasumar, fannst það fyrirstaða að ég var ekki búin að fá íbúðina afhenta og börnin mín voru á ferðalögum. Ég er að hugsa um að bæta það bara upp í sumar. Er annars nokkuð of seint að fagna því að maður sé fertugur þótt maður sé einu ári betur? Er ég ekki bara ennþá fertugari fyrir vikið?
Svo má náttúrulega deila um það hvort ég er í rauninni almennilega fertug. Ég hélt alltaf að fertugar konur hlytu óhjákvæmilega að eiga Kitchen Aid hrærivél og tvo útsaumaðaða rococcostóla en ég á hvorugt. Og plís ekki gefa mér neitt sem gæti hugsanlega flokkast sem rocooco neitt. Mig langar hinsvegar í hrærivél og það hlýtur að vera nógu fertugt.
Ég er svosem ekki ákveðin í því að halda partý en Paul Simon verður allavega heiðraður með nærveru minni fyrst hann er að koma.
——————————————-
Ég á bara handþeytara og alls engan rókókóstól. Varð þó 44 ára um daginn :p
Posted by: hildigunnur | 6.04.2008 | 9:18:55
— — —
Bara ekki gera neitt fyrr en eg kem heim
Posted by: Haukur | 10.04.2008 | 10:28:09