Dagbók frá 7. bekk 16

Það eru næstum allir í 8. bekk komnir með sobba. Þeir sem eru ekki með sobba eru samt með hálsklút svo að allir haldi að þeir séu með sobba. Rósa segist vera hætt með Palla Mikaels. Ég meina það! Við héldum partý í kvöld þegar var búið að slökkva ljósin. Sigga og Silla komu til okkar og við vorum með helling af bugleys og nammi. Sigga spurði Rósu eitthvað um Palla Mikaels, bara til að stríða henni. Hún segir að þau séu hætt saman. Hún er nú bara asni að vera ennþá að ljúga því að hún hafi í alvöru verið með þessum Palla. Við trúðum því næstum því í 6. bekk en þegar Bjarni vinur hans var búinn að eignast bíl 14 ára, þá nennti enginn að hlusta á þetta lengur. Ég skil hana samt alveg. Mig langar líka að einhver sé hrifinn af mér en samt ekki Helgi. En ég hefði samt sleppt þessu með bílinn ef ég hefði búið til svona gervikærasta.