-Rúmið er nógu stórt til að þið getið sofið þar bæði, segir Jónína. Eins og systkin, bætir hún við og ég hef á orði að mér þyki gott að láta halda utan um mig. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Það er til
Þegar ég var í 7. bekk, reyndi ég að kría koss út úr skólabróður mínum. Ég hafði fengið minn fyrsta koss algerlega óvænt nokkrum dögum fyrr og væri rík kona í dag ef ég gæti selt fá tilfinningu í pilluformi. Kossvaldur hafði ekki virt mig viðlits síðan og þótt ég væri svona fyrir siðsemissakir orðin ástfangin af honum (maður kyssir ekki einhvern sem maður er ekkert hrifinn af) og hefði hann grunaðan um að hafa aðeins verið að æfa sig á mér, gat ég ekki almennilega erft það við hann. Skildi það bara svo vel. Halda áfram að lesa
Strokur
Dönskukennarinn þekkir mig ekki. Ég hefði heldur ekki þekkt hann nema af því að ég átti von á honum hér en ég má til með að pína hann aðeins.
-Ég er Skellibjallan, segi ég en það viðurnefni notaði hann alltaf um mig og stöku sinnum um nokkrar aðrar. Hann kveikir ekki. Halda áfram að lesa
Högg
Smíða bát með leynivini mínum úr barnaskóla. Andans fley. Hann stýrir verkinu, ég ber lím á trékubbana en hann neglir.
Birta: Taktu hamarinn af honum!
Eva: Í guðsbænum láttu mig nú í friði. Ég er að reyna að leika við hann Halla Gulla og þetta er fínt svona.
Birta: Þú getur alveg svissað hlutverkunum án þess að hann fatti það.
Eva: Já áreiðanlega, en til hvers? Hann ræður alveg við þetta, áreiðanlega betur en ég. Halda áfram að lesa
Aldarfjórðungur liðinn
Bekkjarmót.
Eitthvað svo notalegt að koma aftur hingað í gamla heimavistarskólann minn. Heyri raddir að innan og ber strax kennsl á Dóru. Þær eru þrjár sem eru komnar á undan mér og fleiri stelpur víst ekki væntanlegar. Fyrir utan fullorðinsdrættina í andlitinu hafa þær lítið breyst. Halda áfram að lesa
Fjölmiðlaumfjöllun um mál Miriam
Fyrst var fjallað um mál Miriam í Speglinum á rás 1 á þriðjudaginn 25. sept.
Sama kvöld var þessi umfjöllun í fréttum Stöðvar 2.
Atli Gíslason tjáði sig um mál Miriam á Stöð 2 þann 26.
Erindi
Birta: Nei sko, sjáðu hver er kominn!
Eva: Og hvað með það, hann á erindi.
Birta: Svona líka þaulskipulagt erindi.
Eva: Ef það væri skipulagt hefði hann komið fyrr.
Birta: Hann er ekki asni. Ef hann hefði komið fyrr hefði það litið út eins og hann væri að gera sér erindi.
Halda áfram að lesa