Daglegt líf

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.

 

Helsi

Stundum líður mér fáránlega vel. Finnst ég njóta fullkomins öryggis og fullkomins frelsis í senn, En það verir bara nokkra klukkutíma í senn. Svo verð ég hrædd.

Ég tengi öryggi við helsi. Þarf svo sárlega á tilfinningalegu öryggi að halda en er um leið svo logandi hrædd við að missa sjálfstæði mitt að um leið og ég finn að mér er farið að líða virkilega vel, verð ég hrædd

Eitt stykki þarfagreining

Sigmund Freud sagði eitt sinn að eftir þriggja áratuga rannsóknir á mannlegu eðli gæti hann enn ekki svarað spurningunnni; hvað vilja konur eiginlega? Reyndar læknaði Freud ekki einn einasta sjúkling heldur (allavega lauk hann aldrei meðferð) svo kannski var hann ekki sérlega góður sálfræðingur þótt hann væri vissulega brautryðjandi. Halda áfram að lesa

Vó!

hello_kitty_3
Ég var að leita að hello kitty mynd til að skreyta afmælistertuna hennar Leónóru og datt niður á þessa síðu.

Ég er að reyna að sjá fyrir mér upplitið á brúðkaupsgestum og á brúðgumanum sjálfum þegar daman kemur arkandi inn kirkjugólfið í einhverjum þessara kjóla.

Ætli það hafi verið reynt í alvöru?

 

Feðgar í Vesturbænum

-Fokk Anna, við erum búnar að ná árangri. Ég var að vonast til að sjá framför á einum mánuði en á bara einni viku erum við búnar að ná raunverulegum, áþreifanlegum árangri.
-Hahh! Þú sagðir að við ættum ekki að monta okkur of fljótt. Við ættum að meta okkur eftir árangri og ég get nú bara sagt þér það að ef ég væri ég þætti mér full ástæða til að vera ánægð með mig.

Og svo montuðum við okkur dálítið meira.

Þessir litlu hlutir…

… sem skipta svo rosalega miklu máli.
Eins og t.d.
-að hafa orð á því þegar ég er í kjól sem fer mér vel
-að koma með eitthvað sérstakt handa mér þegar hann kemur frá útlöndum
-að laga kaffi handa mér
-að breiða ofan á mig ef ég hef sparkað sænginni af mér í svefninum
-að bera töskuna fyrir mig þótt hún sé ekki þung
-að kaupa sunnudagsmoggann handa mér þótt ég sé ekki viðræðuhæf á meðan ég leysi krossgátuna
-að segja mér að ég sé falleg, þannig að ég trúi þvíAf hverju eru svona fáir menn sem gera þessa hluti sem eru ekki erfiðir eða flóknir?
Ég held að það hljóti bara að vera að þeir geri sér enga grein fyrir því hvaða áhrif umhyggja af þessu tagi hefur á konur.

Ég held að ef þeir vissu hvað kona verður blíð og kvenleg innra með sér þegar hún finnur að hún er vernduð, dáð og dekruð, ef þeir vissu hvað hana langar mikið að geðjast karlmanni sem lætur henni líða eins og drottningu, ef þeir vissu hvað svona elskulegheit draga athygli okkar auðveldlega frá minniháttar mistökum og brestum, ef þeir vissu að þessir hlutir sannfæra konuna um að hún sé drulluheppin að hafa fundið svona fullkomið eintak, þá myndu þeir gera þetta allt saman af ánægju, án þess að líta það sem fórn.

Draumur

Í nótt dreymdi mig að ég væri stödd í búningssal í sundhöll eða líkamsræktarstöð. Ég veit ekkert hvað ég var að gera þar en þarna var allt fullt af akfeitum konum. Mér fannst ég ekkert feit og sá ekki neina nýja keppi eða fellingar á skrokknum á mér en þótti svo ótrúlegt að ég væri eina granna konan á svæðinu að ég steig á vigt til að gá hvort ég hefði fitnað. Halda áfram að lesa