Þessir litlu hlutir…

… sem skipta svo rosalega miklu máli.
Eins og t.d.
-að hafa orð á því þegar ég er í kjól sem fer mér vel
-að koma með eitthvað sérstakt handa mér þegar hann kemur frá útlöndum
-að laga kaffi handa mér
-að breiða ofan á mig ef ég hef sparkað sænginni af mér í svefninum
-að bera töskuna fyrir mig þótt hún sé ekki þung
-að kaupa sunnudagsmoggann handa mér þótt ég sé ekki viðræðuhæf á meðan ég leysi krossgátuna
-að segja mér að ég sé falleg, þannig að ég trúi þvíAf hverju eru svona fáir menn sem gera þessa hluti sem eru ekki erfiðir eða flóknir?
Ég held að það hljóti bara að vera að þeir geri sér enga grein fyrir því hvaða áhrif umhyggja af þessu tagi hefur á konur.

Ég held að ef þeir vissu hvað kona verður blíð og kvenleg innra með sér þegar hún finnur að hún er vernduð, dáð og dekruð, ef þeir vissu hvað hana langar mikið að geðjast karlmanni sem lætur henni líða eins og drottningu, ef þeir vissu hvað svona elskulegheit draga athygli okkar auðveldlega frá minniháttar mistökum og brestum, ef þeir vissu að þessir hlutir sannfæra konuna um að hún sé drulluheppin að hafa fundið svona fullkomið eintak, þá myndu þeir gera þetta allt saman af ánægju, án þess að líta það sem fórn.

One thought on “Þessir litlu hlutir…

 1. —————————————————-
  já. skrifa undir hvert orð hér. ég vissi þetta ekki fyrr en ég kynntist manni sem elskar mig.

  Posted by: baun | 17.04.2008 | 11:56:38

   —————————————————-

  Þegar ég las þetta og þegar ég las kommentið fann ég fyrir öfund í fyrsta skipt í mjög langan tíma.

  Mig langar í svona mann. Sem elskar mig.

  Posted by: anna | 17.04.2008 | 16:00:06

  —————————————————- 

  Mér finnst þetta pínu óréttlátt fyrir okkur anna, en ég samgleðst þeim áðurbitru 🙂

  Posted by: lindablinda | 17.04.2008 | 19:22:49

   —————————————————-

  Ooohh … andvarp!

  Posted by: Ester | 17.04.2008 | 22:48:09

Lokað er á athugasemdir.