Oj!

Mikið lifandi skelfing finnst mér mannlegt eðli ógeðslegt á köflum. Hvað annað en taumlaus illgirni getur valdið vinsældum allra þessara svokölluðu raunveruleika sjónvarpsþátta sem hafa það að markmiði að valda sem mestri geðshræringu, skömm og niðurlægingu, áhorfendum til gleði? Halda áfram að lesa

Athafnamaðurinn sem hélt að hamingjan væri fólgin í trausti

Ég vil fá greitt fyrirfram, sagði ég.
-Er það eitthvað nýtt hjá þér?
-Ég hef einu sinni þurft að rukka þig og mér leiðist að rukka.
-Treystirðu mér ekki?
-Hef ég einhverja sérstaka ástæðu til þess?
-Ég ætla nú ekki að reyna að sálgreina þig en ég held að þú verðir ekki hamingjusöm fyrr en þú lærir að treysta fólki. Ekki bara í fjármálum meina ég, heldur líka tilfinningalega, sagði athafnamaðurinn. Ég hló. Halda áfram að lesa

Bréf frá systur minni hinni æðrulausu

Halló stóra systir!!

Það er ótrúlegt hvað allir eru önnum kafnir í vinnu þegar ég er í fríi og í stuði til að spjalla. Ég er búin að læra og læra og er að fíla þetta í tætlur. Núna er minn æðsti draumur að verða svo rík að ég geti leyft mér að vera eingöngu í skóla. Það er þvílíkur munur að vera bara í vaktarvinnu á Kumbaravogi. Halda áfram að lesa

Blautur draumur

Mig dreymdi í nótt.

Ég man drauma mjög sjaldan enda er yfirleitt lítið samhengi í draumum mínum. Oftast eru þeir bara einhver óreiðukennd sýra en hvort það á að tákna sálarástand mitt eða kassann með heimilisbókhaldinu veit ég ekki. Það furðulega er að mig dreymdi manninn sem mig langar svo til að giftast en hann kom líka við sögu í síðasta heillega draumi sem ég man eftir. Hvað sem það á nú að tákna. Halda áfram að lesa

Dauðaórar

Sonur minn náttúrudýrkandinn á sér þann draum að deyja í kjafti krókódíls. Honum finnst eitthvað svo göfugt við dauðdaga sem kemur einhverjum, í þessu tilviki krókódílnum, að gagni. Hann er sannfærður um að jafnvel þótt slíkur dauðdagi sé skelfilegur og sársaukafullur, myndi hann ekki taka því persónulega þótt hann yrði étinn því slíkur er gangur náttúrunnar. Halda áfram að lesa

Leónóra

Leónóra er þeirrar einlægu skoðunar að hinn byltingasinnaði frændi hennar sé í hæsta máta varhugaverður, gott ef ekki hið mesta illmenni á köflum. Í dag ásakaði hún hann um að hafa stolið snuðinu sínu. Samt er engu líkara en að hún sé eilítið skotin í honum líka, allavega spurði hún hvað eftir annað um hann um helgina. Halda áfram að lesa

Rifnaði upp í kviku

Ég braut nögl í dag og það er líklega merkasti atburður dagsins. Ég hef aldrei áður náð því að hafa fallegar neglur svona lengi. Í raun er samt langt síðan ég tók eftir hárfínni sprungu í annarri þumalfingursnöglinni þannig að ég átti svosem von á þessu. Sprungan lengdist smámsaman og gliðnaði en ég vildi ekki klippa nöglina því rifan var nálægt kvikunni og ég vonaði að nöglin yxi fram um hálfan millimetra áður en hún brotnaði alveg. Svo rifnaði hún í kvöld, laust eftir fréttir og það var óþægilegt en mér blæddi ekki. Halda áfram að lesa