Ég ætti að vera áhyggjufull

Ég ætti að vera áhyggjufull.

Ég stefni hraðbyri í gjaldþrot og jafnvel þótt ég fái vinnu strax í dag, bjargar það ekki desembermánuði. Býst við að það sé fyrst og fremst veruleikaflótti en mér líður bara svo vel og ég tími ekki að eyðileggja það með því að hugsa um ógreidda reikninga og uppurinn yfirdrátt. Halda áfram að lesa

Dósentinn veikur

Dósentinn minn dáði og dýrkaði liggur fyrir dauðanum og sagt er að honum hafi hrakað. Ég ætti að fara og kveðja hann en finnst einhvernveginn óviðeigandi að banka upp á hjá einhverjum sem ég hef ekki séð í 10 ár, í þeim tilgangi að kveðja. Það væri eins og yfirlýsing um að hann ætti enga lífsvon.

Samt ætti ég að fara til hans. áður en það verður of seint.

Ekki eitt verkefni

Birta: Ekki eitt verkefni inn á borð síðustu tvær vikur. Heitir það ekki atvinnuleysi?
Eva: Ég er ekki þessi týpa sem gengur atvinnulaus.
Birta: Við erum nú samt atvinnulausar góða mín.
Eva: Það hljóta að koma verkefni.
Birta: Það veit ég ekkert um en hitt veit ég að það koma jól.
Eva: Þetta reddast.
Birta: Hvernig?
Eva: Ég veit það ekki ennþá. Halda áfram að lesa

Að læsa dyrunum

-Ég er ekki vond við þá sem mér þykir vænt um. Ekki viljandi allavega. En ég er vond við þá sem eru mér ekkert meira en bólfélagar, sagði ég.
-Af hverju?
-Af því að til þess eru þeir, sagði ég. Ég refsa þeim fyrir að vera karlmenn af því að þannig eru slík sambönd, bara tvær einmana manneskjur sem fá útrás fyrir þjáningu sína með því að kvelja hvor aðra.
-Þú mátt ekki vera vond við mig. Halda áfram að lesa